Vélmenna áfangar Tækniskólans

Lýsing á áföngum Tækniskólans í vélmennafræðum.

Vélmenni I og Vélmenni II

Á Bessastöðum Nemendur Tækniskólans tóku þátt í First Global vélmennakeppni og í kjölfarið var þeim boðið á Bessastaði. frá vinstri Guðni Natan, Flosi, Eiríkur kennari, Róbert, Guðni Th forseti, Guðrún aðstoðar skólameistari,Inga og síðast en ekki síst Kormákur.

Um okkur

Upplýsingatækniskólinn sem er hluti af Tækniskólanum er með tvo áfanga í vélmennafræðum, nám hjá okkur hentar nemendum sem vilja mennta sig í t.d tölfunarfræði, verkfræði og tæknifræði. Nemendur læra forritun, fá að setja saman og búa til vélmenni sem leysir hinar ýmsu þrautir. Áfanganir í vélmennafræðum eru tveir ef þú vilt fræðast meira um þessa áfanga og innihald þeirra þá eru krækjur í þá hér fyrir neðan:

Vélmenni I

Vélmenni II

First Global

Nemendur okkar taka þátt í keppnum First Global sem er einskonar heimsmeistarakeppni í vélmenna gerð fyrir fólk á aldrinum 15 til 18 ára. First Global keppni Keppnin 2017 var haldin í Washington D.C First Global keppni Nemendur okkar einbeittir og á fullu í keppninni í Washington, þetta var ómetanleg reynsla sem þau öfluðu sér og það var gaman hjá þeim.

Hönnunarkeppni HÍ

First Global keppni

Nemendur okkar tóku þátt í Hönnunarkeppni HÍ sem er á vegum tækni og verkfræðideildar HÍ 2018. Liðið okkar kallaði sig Tölvubraut og endaði í 6. sæti af 12 sem er mjög gott af framhaldsskólanemum enda erum við stolt af þeim. Við stefnum að því að taka þátt sem oftast. Þeir nemendur sem taka þátt í Hönnunarkeppni HÍ fá ígildi áfanga 5 feiningar metin fyrir framlagið enda er mikil vinna sem fer í að hanna og búa til vélmenni. Nánar um keppnina hér:

Hönnunarkeppni

Efnistök áfanganna

Vélmenni I , áfangalýsing

Í áfanganum kynnast nemendur vélmennum, hvað er vélmenni og hvaða tækni er notuð . Nemendur kynnast lausnaraðferðum, verkefnastjórnun, samvinnu og að nýta sér þá þekkingu í stærðfræði, eðlisfræði og forritun sem þeir hafa þegar vald á. Eftirfarandi námsþættir verða kenndir: Niðurbrot vandamála úr flókinni hegðun í einafalda hegðun (Behavior ) gerð flæðirita og sauðakóða og að lokum forritun sem vélmenni skilur. Hreyfing (fram,aftur,snúningur) tími og staða. Fjarstýringar (bylgjufræði) og nemar.

Vélmenni II , áfangalýsing

Vélmenni II seinni áfangi í vélmennum þar sem nemendur byggja og forrita vélmenni til að leysa hinar ýmsu þrautir. Í áfanganum gera nemendur stórt verkefni sem nemendur hanna sjálfir með annað hvort VEX eða Arduino smátölvum. Nemendur gera verkáætlun og verkefnið er brotið niður í minnstu einingar. Logskrár, verkefnalýsing, auðlindir þ.e vébúnaður og hugbúnaður sem þarf, flæðirit, sauðakóði og innleiðing. Öllu er steypt saman í lokaskýrslu og vef sem er með góðri framsetningu og aðgengilegur .